Formúla 1

Whitmarsh: Frábært að sjá báða ökumenn McLaren á verðlaunapallinum

McLaren liðið fagnar sigrinum í Abú Dabí í gær, en móðir Hamilton er við hlið hans. Hamilton tileinkaði henni sigurinn í gær.
McLaren liðið fagnar sigrinum í Abú Dabí í gær, en móðir Hamilton er við hlið hans. Hamilton tileinkaði henni sigurinn í gær. AP MYND: MCLAREN F1
Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni.

Hamilton hefur eingöngu ekið með McLaren í Formúlu 1 og hafði áður unnið tvö mót á árinu, en McLaren liðið hefur samtals unnið sex mót. Hamilton náði því marki í gær að leiða þúsundasta hringinn í Formúlu 1 og er einn af sautján ökumönnum sem hafa gert slíkt í íþróttinni.

„Hamilton ók algjörlega óaðfinnanlega og náði forystu í annarri beygju og hélt bilinu milli sín og Fernando Alonso af fullkominni fagmennsku í 54 hringi. Til að einfalda þetta, þá var hann afburðarsnjall í dag," sagði Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren eftir keppnina í gær.

„Button keyrði keyrði líka framúrskarandi vel í keppninni og hafði mikið fyrir því að ná þriðja sæti og líka í 15 verðmæt stig í stigamóti ökumanna og hélt þannig öðru sætinu stigalistannum."

Einhver bilun var um tíma í KERS-kerfinu á bíl Button í mótinu í gær, sem varð til þess að hann hafði ekki auka hestöflin sem hægt var að fá útúr vélinni með notkun þess í hverjum hring.

„Það er alltaf frábær tilfinning að sjá báða ökumenn McLaren á saman á verðlaunapallinum og ég er sérstaklega glaður fyrir hönd Hamilton, en líka Button og liðsins í heild. Þetta var sautjándi sigur Hamilton og hann hefur náð þeim öllum með McLaren og sá þriðji í ár."

Í frétt á autosport.com í dag um sigur Hamilton sagði Whitmarsh meðal annars:

„Þetta var mikilvægur sigur, en þeir eru það allir. Ég tel að hann (Hamilton) hafði verið öflugur alla helgina og hann kom hingað með rétta hugarfarið og var einbeittur," sagði Whitmarsh í fréttinni.

„Það var gott fyrir Hamilton að endurstilla hugsanaganginn. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann. Hann hefur unnið verk sitt vel hérna og mun einbeita sér að því jákvæða sem út úr því kom."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×