Viðskipti erlent

Seðlabankar hamstra gull

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gullverð rýkur upp.
Gullverð rýkur upp.
Óróinn á fjármálamörkuðum erlendis hefur orðið til þess að Seðlabankar í heiminum hamstra um þessar mundir gullbirgðir heimsins til sín. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs keyptu Seðlabankar heimsins rúmlega 148 tonn af gulli, en um 67 tonn á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Verðmæti gullsins sem keypt var á þriðja ársfjórðungi nú er um 1000 milljarðar íslenskra króna.

Þessi gríðarlega eftirspurn eftir gulli hefur að sjálfsögðu orðið til þess að hækka verð á gullinu. Á öðrum ársfjórðungi árið 2009 kostaði únsan af gulli um 800 bandaríkjadali en nú kostar hún tæplega 1800 dali. Verðið nú jafngildir um 212 þúsund krónum.

Ein únsa jafngildir um 31 grammi eftir því sem fram kemur á viðskiptavefnu epn.dk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×