Viðskipti erlent

Grikkir semji við Svisslendinga um skattaupplýsingar

Ef grísk stjórnvöld ætla sér að ná í skattaundanskot  frá efnuðum Grikkjum verða þau að semja um skattaupplýsingar við Svisslendinga.

Þetta er meðal þess sem sérstakur aðgerðahópur á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til en hópurinn aðstoðar Grikki við að endurreisa efnahagslíf sitt.

Í nýrri skýrslu hópsins kemur fram að landlæg skattsvik í Grikkland kosti gríska ríkið á milli 40 og 50 milljarða evra, eða allt að tæplega 8.000 milljarða króna á ári. Mikið af þessu fé liggi inn á bankareikningum í Sviss. Fjármálaráðherra Grikklands segist tilbúinn að birta nöfn grískra skattsvikara á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×