Viðskipti erlent

Draghi krefst aðgerða

Mario Draghi.
Mario Draghi.
Nýr seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, krafðist þess á ráðstefnu evrópskra banka í dag að ESB myndi grípa tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda þjóðríkja og banka. Einkum setti hann kröfu um að björgunarsjóðurinn svonefndi, sem samþykkt hefur verið að stækka úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða, yrði notaður til þess að bæta úr stöðu mála. "Eftir hverju er verið að bíða," sagði Draghi, eftir því sem greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Hátt álag á tíu ára ríkisskuldabréf evruríkja, ekki síst í Suður-Evrópu, er enn að þjóðunum lífið leitt. Álagið á bréf Ítalíu og Spánar hefur að undanförnu verið í kringum sex til sjö prósent sem sögulegt hámark og hindrar í raun að ríkin geti endurfjármagnað skuldir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×