Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Karl Lúðvíksson skrifar 3. nóvember 2011 09:55 Mynd af www.lax-a.is Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum. En eitt lélegt ár þarf ekki að vera fyrirboði fyrir næstu ár og erum við því bjartsýn á næsta sumar. Síðastliðið vor var töluverðum fjölda gönguseiða sleppt í Hróa sem skila sér að mestu næsta sumar, sleppingar tókust vel og voru seiðin í hæsta gæðaflokki. Á undanförnum árum hefur 25.000 gönguseiðum verið sleppt í Hróa á hverju vori, síðasta vor var heldur betur gefið í og 35.000 seiðum sleppt – 40% aukning á milli ára. Veiðihúsið sem fylgdi Hróanum í sumar, og mikil ánægja var með, er í eigu fyrrverandi leigutaka og ekki er alveg ljóst hvaða hús verður í boði næsta sumar. Það er hinsvegar alveg ljóst að húsið næsta sumar má ekki vera lakara en það sem nú er – við munum tryggja það. Sala í Hróa hefur farið furðu vel af stað miðað við hve slakt sumarið var, greinilegt að veiðimenn (og konur) kunna vel að meta lækinn og gera ráð fyrir því að hann nái sé aftur á strik. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum. En eitt lélegt ár þarf ekki að vera fyrirboði fyrir næstu ár og erum við því bjartsýn á næsta sumar. Síðastliðið vor var töluverðum fjölda gönguseiða sleppt í Hróa sem skila sér að mestu næsta sumar, sleppingar tókust vel og voru seiðin í hæsta gæðaflokki. Á undanförnum árum hefur 25.000 gönguseiðum verið sleppt í Hróa á hverju vori, síðasta vor var heldur betur gefið í og 35.000 seiðum sleppt – 40% aukning á milli ára. Veiðihúsið sem fylgdi Hróanum í sumar, og mikil ánægja var með, er í eigu fyrrverandi leigutaka og ekki er alveg ljóst hvaða hús verður í boði næsta sumar. Það er hinsvegar alveg ljóst að húsið næsta sumar má ekki vera lakara en það sem nú er – við munum tryggja það. Sala í Hróa hefur farið furðu vel af stað miðað við hve slakt sumarið var, greinilegt að veiðimenn (og konur) kunna vel að meta lækinn og gera ráð fyrir því að hann nái sé aftur á strik. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði