Viðskipti erlent

Enn hækkar álagið á ítölsk ríkisskuldabréf

Ekkert lát er á hækkunum á áhættuálaginu  á ítölsk ríkisskuldabréf. Bréf til 10 ára fóru í 6,86% í morgun en ástæðan er óvissan í efnahagsmálum landsins og gífurleg skuldabyrði þess.

Munurinn á álaginu á ítölsk og þýsk ríkisskuldabréf til 10 ára er nú um 5% og hefur aldrei verið meiri frá því að evrunni var komið á fót. Þess má geta að þegar álagið fór þetta hátt á ríkisskuldabréf Grikklands, Portúgals og Írlands leituðu öll þau lönd á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×