Sumarið gert upp í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2011 12:41 Þeir voru nokkrir yfirvigtarlaxarnir sem komu upp úr Víðidalnum í sumar Mynd úr safni Laxveiðin gekk bærilega í Víðidalsá þegar á heildina er litið, þrátt fyrir afar hæga byrjun þetta árið. Eins og veiðimenn urðu varir við þá kom sumarið seint og laxinn einnig þetta árið. Líkt og í svo mörgum öðrum ám þá var kuldi og fiskleysi var ekki beinlínis til að hífa upp aflatölur fyrrihluta sumars í Víðidalnum. Það rættist þó úr þegar leið á sumarið og að loknum síðasta degi laxveiðitímabilsins höfðu veiðst 747 laxar. Meðalveiði síðustu þriggja ára á undan var 1.571 veiddir laxar. Það er þó ekki lengra síðan en árið 2006 að við sáum lægri tölur en í ár, þá veiddust 663 laxar í ánni. Svona er þetta í laxveiðinni, ómögulegt að segja hverju við eigum von á og vonandi að Víðidalsáin sýni sínar bestu hliðar á næsta ári. Eins og hefð er fyrir í Víðidalnum þá komu margir laxar í yfirstærð á land þetta sumarið. Átta heppnir veiðimenn duttu í lukkupottinn og lönduðu löxum sem mældust yfir 100 cm langir. Sá stærsti var engin smásmíði og mældist 104 cm langur. Samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar þá vegur slíkur fiskur 24 pund. Frábært hlutfall stórlaxa einkenndi sumarið en rúmlega þriðji hver veiddur lax var áætlaður 10 pund og yfir. Meðalþyngd reyndist 8,2 pund og því komu rúmlega þrjú tonn af laxi á land úr Víðidalsá þetta sumarið. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að veiðimenn sleppa sífellt fleiri löxum en sleppihlutfall nam tæplega 60% í sumar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði
Laxveiðin gekk bærilega í Víðidalsá þegar á heildina er litið, þrátt fyrir afar hæga byrjun þetta árið. Eins og veiðimenn urðu varir við þá kom sumarið seint og laxinn einnig þetta árið. Líkt og í svo mörgum öðrum ám þá var kuldi og fiskleysi var ekki beinlínis til að hífa upp aflatölur fyrrihluta sumars í Víðidalnum. Það rættist þó úr þegar leið á sumarið og að loknum síðasta degi laxveiðitímabilsins höfðu veiðst 747 laxar. Meðalveiði síðustu þriggja ára á undan var 1.571 veiddir laxar. Það er þó ekki lengra síðan en árið 2006 að við sáum lægri tölur en í ár, þá veiddust 663 laxar í ánni. Svona er þetta í laxveiðinni, ómögulegt að segja hverju við eigum von á og vonandi að Víðidalsáin sýni sínar bestu hliðar á næsta ári. Eins og hefð er fyrir í Víðidalnum þá komu margir laxar í yfirstærð á land þetta sumarið. Átta heppnir veiðimenn duttu í lukkupottinn og lönduðu löxum sem mældust yfir 100 cm langir. Sá stærsti var engin smásmíði og mældist 104 cm langur. Samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar þá vegur slíkur fiskur 24 pund. Frábært hlutfall stórlaxa einkenndi sumarið en rúmlega þriðji hver veiddur lax var áætlaður 10 pund og yfir. Meðalþyngd reyndist 8,2 pund og því komu rúmlega þrjú tonn af laxi á land úr Víðidalsá þetta sumarið. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að veiðimenn sleppa sífellt fleiri löxum en sleppihlutfall nam tæplega 60% í sumar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði