Viðskipti erlent

Norðmenn eru þriðja ríkasta þjóð heimsins

Norðmenn eru þriðja ríkasta þjóð heimsins samkvæmt nýrri skýrslu um auð þjóða heimsins frá svissneska bankanum Credit Suisse.

Ríkasta þjóð heimsins eru Svisslendingar en hver þeirra á að jafnaði 540.000 dollara eða um 62 milljónir króna í hreinni eign. Næstir á eftir koma Ástralir með rétt tæpa 400.000 dollara og Norðmenn eiga 356.000 dollara hver að jafnaði í hreinni eign.

Ekki er getið á neinn hátt frá Íslandi eða Íslendingum í þessari skýrslu. Fyrir hrunið haustið 2008 var Ísland oftast skráð í eitt af í topp tíu sætunum þegar kom að skýrslum um auðlegð þjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×