Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2011 10:15 Veitt við Eldvatn í haust Mynd: Jón Eyfjörð Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang. SVFR hefur greint frá tölum í Tungufljóti og þar var vertíðin beinlínis slök þrátt fyrir að hægt væri að veiða miklu fleiri daga í haust heldur en t.d. í fyrra vegna veðurs. Það voru nokkur flóðaskot, en á heildina litið miklu betri skilyrði. En samt veiddist lítið, aðeins 255 fiskar í það heila og af þeim hópi voru haustbirtingar aðeins 182 sem telst lélegt. Þótti kunnugum jafn framt að fiskur virtist tregur að hafa sig upp í á þrátt fyrir að skilyrði til að tæma Syðri Hólma væru fyrir hendi oftar en einu sinni. Aðrir „flokkar“ í tölu Tungufljóts voru 60 vorbirtingar, 20 laxar og „a.m.k. 13 staðbundnir urriðar“. Það var líka eftir því tekið í Fljótinu að stórir fiskar voru óvenju fáir, en 2-5 punda geldfiskar á hinn bóginn óvenju margir. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4062 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði
Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang. SVFR hefur greint frá tölum í Tungufljóti og þar var vertíðin beinlínis slök þrátt fyrir að hægt væri að veiða miklu fleiri daga í haust heldur en t.d. í fyrra vegna veðurs. Það voru nokkur flóðaskot, en á heildina litið miklu betri skilyrði. En samt veiddist lítið, aðeins 255 fiskar í það heila og af þeim hópi voru haustbirtingar aðeins 182 sem telst lélegt. Þótti kunnugum jafn framt að fiskur virtist tregur að hafa sig upp í á þrátt fyrir að skilyrði til að tæma Syðri Hólma væru fyrir hendi oftar en einu sinni. Aðrir „flokkar“ í tölu Tungufljóts voru 60 vorbirtingar, 20 laxar og „a.m.k. 13 staðbundnir urriðar“. Það var líka eftir því tekið í Fljótinu að stórir fiskar voru óvenju fáir, en 2-5 punda geldfiskar á hinn bóginn óvenju margir. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4062 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði