Viðskipti erlent

Krugman segir hagfræðiþekkingu Íslendinga góða

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og heimsfrægur samfélagsrýnir, segir mikla hagfræðiþekkingu hjá Íslendingum miðað það sem hann hafi lesið. Það sé áhugavert í ljósi þess að landið er álíka fjölmennt og meðal bær í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á bloggi Krugmans á vefsíðu The New York Times.

Krugman er staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnu sem fram fer í Hörpunni á morgun. Þar mun hann ræða um hvernig Ísland getur náð vopnum sínum að nýju. Meðal annarra erlendra gesta á ráðstefnunni eru Paul Thomsen, frá AGS, og Simon Johnson, frá MIT háskólanum í Boston.

Íslenskir hagfræðingar munu enn fremur halda erindi sem og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setur ráðstefnuna.

Sjá blogg Krugmans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×