PKD smit útbreitt á Íslandi Karl Lúðvíksson skrifar 27. október 2011 14:53 PKD sýking í urriðaseiði Mynd af www.veidimal.is PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að smásæja sníkjudýrið, Tetracapsuloides bryosalmonae, sem sjúkdómnum veldur, sé útbreitt meðal laxfiska á Íslandi. Sýni hafa verið rannsökuð úr laxfiskum átta stöðuvatna og þriggja áa víðsvegar um landið. Smit hefur verið staðfest í sjö vötnum og tveimur ám. Sjúkir fiskar hafa greinst í 6 vatnanna og einni á. Öll vötnin, þar sem smit hefur fundist, eiga það sammerkt að vera grunn og geta því hitnað mikið yfir sumartímann. Í flestum þeirra hefur bleikjustofnum hnignað mikið síðastliðna áratugi. Ástæða er til þess að ætla að PKD-nýrnasýki eigi þátt í þeirri hnignun. PKD-nýrnasýki orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae, en tilvist þess krefst tveggja ólíkra hýsiltegunda, mosadýra og laxfiska. Sjúkdómur kemur ekki upp í fiskunum nema vatnshiti nái 12°C eða meira í 1-3 mánuði yfir sumartímann. PKD-nýrnasýki er álitin alvarlegur sjúkdómur og hefur valdið miklu tjóni í eldi laxfiska erlendis. Allmörg dæmi eru einnig um afföll í villtum stofnum laxfiska vegna sýkinnar. Sýkin virðist vaxandi vandamál í Norður Evrópu og er það jafnan heimfært á hnattræna hlýnun. PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og er styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121439&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr Stangveiði Mest lesið SVFR gefur öllum félögum 10.000 kr gjafabréf Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Borga laxveiðileyfi en fara í silung Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Fer Blanda í 400 laxa í dag? Veiði
PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að smásæja sníkjudýrið, Tetracapsuloides bryosalmonae, sem sjúkdómnum veldur, sé útbreitt meðal laxfiska á Íslandi. Sýni hafa verið rannsökuð úr laxfiskum átta stöðuvatna og þriggja áa víðsvegar um landið. Smit hefur verið staðfest í sjö vötnum og tveimur ám. Sjúkir fiskar hafa greinst í 6 vatnanna og einni á. Öll vötnin, þar sem smit hefur fundist, eiga það sammerkt að vera grunn og geta því hitnað mikið yfir sumartímann. Í flestum þeirra hefur bleikjustofnum hnignað mikið síðastliðna áratugi. Ástæða er til þess að ætla að PKD-nýrnasýki eigi þátt í þeirri hnignun. PKD-nýrnasýki orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae, en tilvist þess krefst tveggja ólíkra hýsiltegunda, mosadýra og laxfiska. Sjúkdómur kemur ekki upp í fiskunum nema vatnshiti nái 12°C eða meira í 1-3 mánuði yfir sumartímann. PKD-nýrnasýki er álitin alvarlegur sjúkdómur og hefur valdið miklu tjóni í eldi laxfiska erlendis. Allmörg dæmi eru einnig um afföll í villtum stofnum laxfiska vegna sýkinnar. Sýkin virðist vaxandi vandamál í Norður Evrópu og er það jafnan heimfært á hnattræna hlýnun. PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og er styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121439&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr
Stangveiði Mest lesið SVFR gefur öllum félögum 10.000 kr gjafabréf Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Borga laxveiðileyfi en fara í silung Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Fer Blanda í 400 laxa í dag? Veiði