Viðskipti erlent

Ítalskur ráðherra segir kókaínneyslu valda fjármálaóróanum

Aðstoðarráðherra í stjórn Silvio Berlusconi segir að kókaínneysla verð- og hlutabréfasala en ekki spákaupmennska sé ástæða óróleikans á fjármálamörkuðum heimsins.

Ráðherrann sem hér um ræðir heitir Carlo Giovanardi og ber m.a. annars ábyrgð á forvörnum gegn fíkniefnaneyslu á Ítalíu.  Ummæli ráðherrans komu í kjölfar skýrslu um að fylgni væri á milli kókaínnotkunar og sveiflna á hlutabréfamörkuðum.

Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna slær Giovanardi því föstu að fólk hafi látið fé sitt í hendur manna sem ekki voru í ástandi til að taka ábyrgar ákvarðanir. Hann heldur því fram að misnotkun á kókaíni hafi leitt til bráðnunar í heilum hlutabréfasalanna.

Ummæli Giovanardi hafa vakið athygli hjá álitsgjöfum um fjármálamarkaði víða um heiminn en flestir þeirra gera létt grín að ráðherranum. Ráðamenn kauphallarinnar í Mílanó vilja ekki tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×