Viðskipti erlent

Mærsk selur hluta af skipaflota sínum

Danska skipafélagið Mærsk hefur selt hluta af skipaflota sínum fyrir 7,6 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 160 milljarða króna.

Um var að ræða sölu á dótturfélaginu Mærsk LNG sem sérhæfir sig í flutningum á gasi. Kaupendur voru skipafélögin Teekay LNG og Marubeni Corparation.

Ástæðan fyrir sölunni, samkvæmt frétt í Jyllands Posten, var að Mærsk fannst hlutdeild sín í gasflutningum á heimsvísu of lítil til að hún svaraði kostnaði fyrir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×