Viðskipti erlent

Verð á hótelgistingu í Danmörku hríðlækkar

Verð á hótelgistingu í Danmörku hefur hríðlækkað á síðustu árum og hefur sjaldan verið ódýrara að gista í borginni.

Samkvæmt útreikningum sem vefsíðan Hotels.com hefur birt er hótelgisting í Danmörku nú að meðaltali 17% ódýrari en hún var fyrir þremur árum síðan.

Meðalverð fyrir eina nótt á hóteli þarlendis er 843 danskar krónur eða um 18.000 krónur. Leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna sambærilegt meðalverð á hótelgistinu í Danmörku.

Reiknað er með að þetta verð haldist óbreytt eða lækki enn frekar í náinni framtíð vegna þess að framboð af hótelherbergum eykst stöðugt í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×