Viðskipti erlent

McDonald´s í Danmörku blekkir viðskiptavini sína

Hamborgarakeðjan McDonald´s í Danmörku blekkir viðskiptavini sína með því að selja þeim hamborgara og franskar sem eru töluvert léttari í vikt en lofað er í auglýsingum keðjunnar.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Matvælaeftirlit Danmerkur gerði á fimm McDonald´s stöðum í landinu. Áður hafði blaðið 24timer komist að sömu niðurstöðu með könnun í síðasta mánuði.

Matvælaeftirlitið hefur gefið McDonald´s frest til að lagfæra þessa blekkingu. Forráðamenn McDonald´s eru ekki sammála eftirlitinu og segja að auglýsingarnar segi hver meðalviktin er.  Því geti einstakir hamborgara verið léttari eða þyngri en auglýsingarnar segja til um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×