Quarashi kveður Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. október 2011 15:02 Þrefaldur safnpakki rappsveitarinnar sálugu Quarashi er komin út á netinu. Platan kemur svo búðir fyrir helgi en fékk for-útgáfu í dag í gegnum vefverslun tónlist.is. Tvö áður óútgefin lög, sem ekki er að finna í pakkanum, fylgja með kaupum á netinu. Annað þeirra, Shady Lives, er áður óheyrt lag með rapparanum Opee sem gerði lagið Mess it Up vinsælt með sveitinni. Hitt heitir An Abductee og er afgangslag unnið fyrir Jinx plötuna sem svo ekki fannst pláss fyrir. Sjálfur inniheldur pakkinn 2 geisladiska með 40 lög alls og DVD disk með myndböndum, heimildarmyndum og tónleikaupptökum. Þar á meðal má sjá upptökur frá endurkomu sveitarinnar frá því í sumar, bæði á Nasa og á Bestu útihátíðinni. Þannig kýs sveitin kveðja aðdáendur sína með útgáfu er svalar bæði þorsta þeirra er vilja öll vinsælustu lögin á sama stað og þeirra er vilja fá meira fyrir sinn snúð. Fylgist með Quarashi á Fésbókinni en þar er sveitin m.a. með leik í gangi fyrir aðdáendur þar sem verðlaunin eru árituð eintök af pakkanum. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þrefaldur safnpakki rappsveitarinnar sálugu Quarashi er komin út á netinu. Platan kemur svo búðir fyrir helgi en fékk for-útgáfu í dag í gegnum vefverslun tónlist.is. Tvö áður óútgefin lög, sem ekki er að finna í pakkanum, fylgja með kaupum á netinu. Annað þeirra, Shady Lives, er áður óheyrt lag með rapparanum Opee sem gerði lagið Mess it Up vinsælt með sveitinni. Hitt heitir An Abductee og er afgangslag unnið fyrir Jinx plötuna sem svo ekki fannst pláss fyrir. Sjálfur inniheldur pakkinn 2 geisladiska með 40 lög alls og DVD disk með myndböndum, heimildarmyndum og tónleikaupptökum. Þar á meðal má sjá upptökur frá endurkomu sveitarinnar frá því í sumar, bæði á Nasa og á Bestu útihátíðinni. Þannig kýs sveitin kveðja aðdáendur sína með útgáfu er svalar bæði þorsta þeirra er vilja öll vinsælustu lögin á sama stað og þeirra er vilja fá meira fyrir sinn snúð. Fylgist með Quarashi á Fésbókinni en þar er sveitin m.a. með leik í gangi fyrir aðdáendur þar sem verðlaunin eru árituð eintök af pakkanum.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira