Viðskipti erlent

Lækka lánshæfismat hjá 24 ítölskum bönkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi þarf að gera það sem hann getur til að örva efnahagslíf á Ítalíu.
Silvio Berlusconi þarf að gera það sem hann getur til að örva efnahagslíf á Ítalíu. mynd/ afp.
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat 24 banka og fjármálastofnana. „Markaðsaðstæður á evrusvæðinu, sérstaklega á Ítalíu og dökkar framtíðarhorfur um hagvöxt hefur leitt til verri horfa hjá ítölsku bönkunum" segir í yfirlýsingu S&P.

Í matinu segir að fjármögnunarkostnaður ítalskra banka muni að öllum líkindum hækka verulega á næstunni. Í síðasta mánuði lækkaði S&P lánshæfismat sjö banka og einnig ríkissjóðs. S&P segir að ítalska ríkið verði að minnka skuldir ríkissjóðs og stuðla að auknum hagvexti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×