Viðskipti erlent

Stýrivextir í Englandi óbreyttir - 75 milljörðum dælt inn í kerfið

Seðlabanki Englands.
Seðlabanki Englands.
Seðlabanki Englands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir. Þá tilkynnti bankinn ennfremur að bankinn myndi dæla 75 milljörðum punda út í efnahagslífið. Áður hefur bankinn dælt um 200 milljörðum punda inn í efnahagslífið.

Stýrivextir bankans eru nú í sögulegu lágmarki, eða í hálfu prósenti.

Gögn í Bretlandi sýndu um 0,1 prósentu hagvöxt í apríl og júní síðastliðnum, sem var minna en talið var.

Vonir standa til að verðbólgan hjaðni og fari undir tvö prósent á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×