Viðskipti erlent

S&P lækkar lánshæfi Ítalíu

Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu.
Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/AP
Matsfyrirtækið Standard&Poors hefur lækkað lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu úr A plús niður í A og segir fyrirtækið horfur til framtíðar vera neikvæðar. Í skýringum með ákvörðuninni segir að lítil trú sé til þess að Ítölum takist að draga úr ríkisútgjöldum og koma lagi á fjármál sín.

Stjórnvöld samþykktu á dögunum niðurskurðaraðgerðir sem mættu mikilli andstöðu en matsfyrirtækið segir ekki nóg að gert og að stjórnin muni eiga í erfiðleikum með að ná markmiðum sínum. Ítalía er fimmta evruríkið sem lendir í lækkun á lánshæfi sínu en áður hafði lánshæfi Spánverja, Íra, Grikkja, Portúgala og Kýpverja verið lækkað á þessu ári.

Auk þess lækkaði Standard&Poors lánshæfi Bandaríkjanna á dögunum í fyrsta sinn í sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×