Viðskipti erlent

Lækkunin af pólitískum toga

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ástæða þess að matsfyrirtækið Standard & Poor's hafi lækkað lánshæfismat landsins gærkvöldi sé af pólitískum toga en ekki vegna raunverulegrar stöðu ríkissjóðs Ítalíu.

Lánshæfið var lækkað úr A plús niður í A og í skýringum með ákvörðuninni segir að lítil trú sé til þess að Ítölum takist að draga úr ríkisútgjöldum og koma lagi á fjármál sín.

Berlusconi sagði hinsvegar í yfirlýsingu í dag ekki hafa áhyggjur af stöðu ríkiskassans og að yfirvöld myndu ráðast í aðgerðir fljótlega til rétta kútinn af.

Ítalía er fimmta evruríkið sem lendir í lækkun á lánshæfi sínu en áður hafði lánshæfi Spánverja, Íra, Grikkja, Portúgala og Kýpverja verið lækkað á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×