Viðskipti erlent

Bill Gates er ríkasti maður Bandaríkjanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bill Gates á rosalega mikinn pening.
Bill Gates á rosalega mikinn pening. Mynd/ AFP.
Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi nýs lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í Bandaríkjunum. Þar með skýtur hann mönnum eins og Warren Buffet ref fyrir rass.

BBC fréttastofan segir að eignir Gates hafi aukist um 3 milljarða dala, eða 350 milljarða króna, og hlutabréf í Microsoft hafi hækkað. Eignir Buffetts hafi hins vegar rýrnað um 11 milljarða dala, eða um 1300 milljarða króna, og nemi nú um 39 milljörðum bandaríkjadala. Það samsvarar litlum 4600 milljörðum króna.

Bæði Gates og Buffet hafa stutt dyggilega við bakið á góðgerðarsamtökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×