Mugison í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. september 2011 14:10 Á sunnudag mætir Mugison í útvarpsþáttinn Vasadiskó vopnaður mp3-spilaranum sínum og nýju plötu sinni Haglél er fær stafræna útgáfu í dag. Nýja platan er hans fyrsta á íslensku og hafa lögin Haglél og Stingum af nú þegar gefið stórkostleg fyrirheit á gripnum en Mugison ætlar að frumflytja nokkur áður óheyrð lög af nýju plötunni í þættinum. Að því loknu verður vasadiskó-ið hans tengt í græjurnar og sett á shuffle - og fá þá aðdáendur sveitarinnar vísbendingar um hvað þessi elskulegi maður hlustar á í einrúmi. Útvarpsþátturinn Vasadiskó kom vel út úr nýlegri hlustendakönnun er Capacent gerði nýverið. Þar kom m.a. fram að hlustun á þáttinn, sem er á X-inu 977 á sunnudögum kl. 15, er meiri en á poppleðjuna á FM957 á sama tíma. Greinilegt að vöntun hefur verið á sérþætti í útvarpi er leggur áherslu á að spila splúnkunýja tónlist. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Smellið á "like"-takkann og fáið fréttir og tónlistarblogg í stafræna fésbókar tilveru ykkar. Verið fyrst til þess að kaupa nýju plötu Mugisons hér - á heimasíðu hans - en salan hefst kl. 15 í dag. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á sunnudag mætir Mugison í útvarpsþáttinn Vasadiskó vopnaður mp3-spilaranum sínum og nýju plötu sinni Haglél er fær stafræna útgáfu í dag. Nýja platan er hans fyrsta á íslensku og hafa lögin Haglél og Stingum af nú þegar gefið stórkostleg fyrirheit á gripnum en Mugison ætlar að frumflytja nokkur áður óheyrð lög af nýju plötunni í þættinum. Að því loknu verður vasadiskó-ið hans tengt í græjurnar og sett á shuffle - og fá þá aðdáendur sveitarinnar vísbendingar um hvað þessi elskulegi maður hlustar á í einrúmi. Útvarpsþátturinn Vasadiskó kom vel út úr nýlegri hlustendakönnun er Capacent gerði nýverið. Þar kom m.a. fram að hlustun á þáttinn, sem er á X-inu 977 á sunnudögum kl. 15, er meiri en á poppleðjuna á FM957 á sama tíma. Greinilegt að vöntun hefur verið á sérþætti í útvarpi er leggur áherslu á að spila splúnkunýja tónlist. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Smellið á "like"-takkann og fáið fréttir og tónlistarblogg í stafræna fésbókar tilveru ykkar. Verið fyrst til þess að kaupa nýju plötu Mugisons hér - á heimasíðu hans - en salan hefst kl. 15 í dag.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira