Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 29. september 2011 09:13 Mynd af www.lax-a.is Klukkan átta í morgun fengum við hjá Veiðivísi símtal frá veiðimenni sem var ofan í skurði og vildi koma því á framfæri að það væri allt fullt af gæs fyrir norðan í Skagafirðinum. Þeir voru komnir með 28 fugla á rétt rúmum klukkutíma og sögðu að það væri stanslaust flug í túnið þar sem þair voru búnir að koma sér fyrir. Þetta eru mjög vanir menn og þekkja vel til á þessu svæði. Aðrar skyttur sem voru búnar að koma sér fyrir á túni utar í sveitinni voru ekki að fá mikið af fugli á sig. Þess má geta að í miðju samtali þurftu viðmælandi okkar að leggja frá sér símann því það var hópur að koma í gervigæsirnar. Eftir nokkra hvelli fengum við veiðimanninn aftur í símann með þeim fréttum að 7 gæsir hefðu verið teknar í þessu flugi. Við fáum myndir frá þessum mönnum seinna í dag. Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Klukkan átta í morgun fengum við hjá Veiðivísi símtal frá veiðimenni sem var ofan í skurði og vildi koma því á framfæri að það væri allt fullt af gæs fyrir norðan í Skagafirðinum. Þeir voru komnir með 28 fugla á rétt rúmum klukkutíma og sögðu að það væri stanslaust flug í túnið þar sem þair voru búnir að koma sér fyrir. Þetta eru mjög vanir menn og þekkja vel til á þessu svæði. Aðrar skyttur sem voru búnar að koma sér fyrir á túni utar í sveitinni voru ekki að fá mikið af fugli á sig. Þess má geta að í miðju samtali þurftu viðmælandi okkar að leggja frá sér símann því það var hópur að koma í gervigæsirnar. Eftir nokkra hvelli fengum við veiðimanninn aftur í símann með þeim fréttum að 7 gæsir hefðu verið teknar í þessu flugi. Við fáum myndir frá þessum mönnum seinna í dag.
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði