Viðskipti erlent

Kínverskur fjárfestingasjóður vill kaupa á Ítalíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi er forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi er forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/ AFP.
Einn stærsti fjárfestingasjóðurinn í Kína er að íhuga að kaupa eignir á Ítali, eftir því sem Financial Times og Wall Street Journal greina frá.

Fjárfestingasjóðurinn og ítalskir ráðamenn hafa fundað um málið undanfarinn mánuð. Fjárfestingasjóðurinn er að fullu í eigu kínverska ríkisins og er áætlað að eignir hans nemi 400 milljörðum dala. Fjármögnunarkostnaður ítalska ríkisins hefur sjaldan eða aldrei verið hærri, eftir því sem BBC fullyrðir.

Mark Young hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch segir að þessar fréttir séu mikilvægar að því leyti að þetta geti haft í för með sér lægri vexti. Ítalir kunni að hafa fundið leið til að fjármagna hagvöxt sinn mun hraðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×