Ljósaskiptin gefa best í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2011 20:34 Bræðurnir Óskar og Geiri í ljósaskiptunum við Kleifarvatn í síðustu viku Mynd: Jón Skelfir Ljósaskiptin eru oft mjög skemmtilegur tími í veiði, en þá er eins og eitthvað spennuþrungið andrúmsloft taki völdin því mjög algent er að þá komi urriðinn að landi í ætisleit. Það má nefna vötn eins og Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvatn, vötnin í Svínadal og Kleifarvatn sem henta sérstaklega til veiða í ljósaskiptunum. Þá er gott að veiða alveg inn í myrkur og er þá ekki verra að hafa vasa- eða höfuðljós meðferðis ef að það þarf að skipta um flugur eða bara til að ganga frá græjunum. Jón Skelfir fór ásamt félögum sínum, bræðrunum Óskari og Geira, eina kvöldstund í Kleifarvatn. Það var ekki fyrr en í ljósaskiptunum sem að hlutirnir fóru að gerast. Þeir veiddu á flugu og voru helst að fá hann á Peacock, Montana (rauða) og Pheasant tail - allar með kúluhaus. Þeir voru sunnanmegin í vatninu. Við fengum senda myndina hér fyrir neðan af þeim bræðrum Óskari og Geira. Einnig fylgi með skjámynd af kortavefnum á www.ja.is af Kleifarvatni og þar var gaman að sjá hyldýpið sem umlykur tangann sem gengur út frá Lambhaganum norðanmegin. Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Ljósaskiptin eru oft mjög skemmtilegur tími í veiði, en þá er eins og eitthvað spennuþrungið andrúmsloft taki völdin því mjög algent er að þá komi urriðinn að landi í ætisleit. Það má nefna vötn eins og Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvatn, vötnin í Svínadal og Kleifarvatn sem henta sérstaklega til veiða í ljósaskiptunum. Þá er gott að veiða alveg inn í myrkur og er þá ekki verra að hafa vasa- eða höfuðljós meðferðis ef að það þarf að skipta um flugur eða bara til að ganga frá græjunum. Jón Skelfir fór ásamt félögum sínum, bræðrunum Óskari og Geira, eina kvöldstund í Kleifarvatn. Það var ekki fyrr en í ljósaskiptunum sem að hlutirnir fóru að gerast. Þeir veiddu á flugu og voru helst að fá hann á Peacock, Montana (rauða) og Pheasant tail - allar með kúluhaus. Þeir voru sunnanmegin í vatninu. Við fengum senda myndina hér fyrir neðan af þeim bræðrum Óskari og Geira. Einnig fylgi með skjámynd af kortavefnum á www.ja.is af Kleifarvatni og þar var gaman að sjá hyldýpið sem umlykur tangann sem gengur út frá Lambhaganum norðanmegin. Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins
Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði