Mikil veiði í Breiðdal og annar stórlax úr Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2011 16:17 Lax þreyttur í Eyjakrók í Breiðdalsá Mynd: Karl Lúðvíksson Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur. Og Freyr Frostason var að koma úr Hrútunni og hafði eftirfarandi að segja: „Sæll Þröstur. Átti til með að senda þér þessa mynd af 20 pundara sem veiddist í Réttarfossi, hann var mældur 97 sm, en sver og mikill um sig, því áætlaður um 20 pund. Viðureignin stóð hvorki meira né minna en í 1 klst og 45 mín !! Ástæða þess var að ég var með stöng fyrir línu 7 og 12 punda taum, ásamt því að hann tók litla rauða frances túbu með krók nr. 12. Fór þessi risi með mig og minn félaga sem var með háf fram og til baka í fossinum allann tíman og ætlaði ekki að gefa sig. Það var ekki fyrr en undir kvöl að ég varð að taka hressilega á honum áður en það yrði niðar myrkur, þá gaf hann sig loksins og var tekin í háf (hnútalausan). Þar var hann mældur, myndaður og að sjálfsögðu sleppt. Þess ber að geta að annar stór kom í Ármótunum en það var 17 punda hrygna sem var að sjálfsögðu sleppt. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði
Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur. Og Freyr Frostason var að koma úr Hrútunni og hafði eftirfarandi að segja: „Sæll Þröstur. Átti til með að senda þér þessa mynd af 20 pundara sem veiddist í Réttarfossi, hann var mældur 97 sm, en sver og mikill um sig, því áætlaður um 20 pund. Viðureignin stóð hvorki meira né minna en í 1 klst og 45 mín !! Ástæða þess var að ég var með stöng fyrir línu 7 og 12 punda taum, ásamt því að hann tók litla rauða frances túbu með krók nr. 12. Fór þessi risi með mig og minn félaga sem var með háf fram og til baka í fossinum allann tíman og ætlaði ekki að gefa sig. Það var ekki fyrr en undir kvöl að ég varð að taka hressilega á honum áður en það yrði niðar myrkur, þá gaf hann sig loksins og var tekin í háf (hnútalausan). Þar var hann mældur, myndaður og að sjálfsögðu sleppt. Þess ber að geta að annar stór kom í Ármótunum en það var 17 punda hrygna sem var að sjálfsögðu sleppt. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði