Góður gangur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2011 21:13 Mjöll með fyrsta laxinn sem hún tekur á maðk Mynd: Ingvar Svendsen Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Laxinn er vel dreifður um ánna og eru laxar að koma upp úr öllum stöðum til jafns. Áin er líklega að nálgast 1700 laxa sem er undir veiðinni í fyrra en það eru 20 dagar eftir í ánni svo að það er líklegt að hún verði í um 2300 löxum. Svo bar til að hin ljúfa Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari í veiðihúsinu við Langá brá út af vana sínum og notaði maðk í fyrsta skipti. Hún landaði 67 sm hæng í Hreimsásbreiðu við mikin fögnuð viðstaddra. Þetta þykir nú ekki stór fiskur hjá Mjöll því hún tók 24 punda lax á Nessvæðinu í fyrra. Stangveiði Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði
Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Laxinn er vel dreifður um ánna og eru laxar að koma upp úr öllum stöðum til jafns. Áin er líklega að nálgast 1700 laxa sem er undir veiðinni í fyrra en það eru 20 dagar eftir í ánni svo að það er líklegt að hún verði í um 2300 löxum. Svo bar til að hin ljúfa Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari í veiðihúsinu við Langá brá út af vana sínum og notaði maðk í fyrsta skipti. Hún landaði 67 sm hæng í Hreimsásbreiðu við mikin fögnuð viðstaddra. Þetta þykir nú ekki stór fiskur hjá Mjöll því hún tók 24 punda lax á Nessvæðinu í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði