Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 15:12 Fín veiði úr Kleifarvatni, þessi mynd er úr frétt sem við birtum fyrr í sumar Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða. Veiðin virðist vera mest í suðurbotninum en það gæti líka stafað af því að þangað fara flestir til að veiða. Jón Einarsson var þar fyrir fáum kvöldum við annan mann og lönduðu þeir um 30 fiskum eftir klukkan níu um kvöldið til miðnættis og misstu annað eins. Annar var með flugu en hinn með makríl og maðk, skiptist aflinn sæmilega jafnt á milli þeirra. Mest fengu þeir við Lambhagann en nokkra fiska fengu þeir líka við klappirnar norður af Lambhaganum, þar af eina 7 punda bleikju. Töluvert líf færist í vatnið þegar skyggja tekur og því ekki úr vegi að hvetja menn til að nýta þá fáu daga sem eftir eru af veiðitímabilinu í vatninu til að stunda kvöldveiðina. Og annað sem Jón vildi koma á framfæri er að minna menn á að vera með hausljós, því það er orðið ansi dimmt á kvöldin núna og í raun alveg furðulegt að ná fiski á flugu í kolniðamyrkri við vatnið. Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði
Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða. Veiðin virðist vera mest í suðurbotninum en það gæti líka stafað af því að þangað fara flestir til að veiða. Jón Einarsson var þar fyrir fáum kvöldum við annan mann og lönduðu þeir um 30 fiskum eftir klukkan níu um kvöldið til miðnættis og misstu annað eins. Annar var með flugu en hinn með makríl og maðk, skiptist aflinn sæmilega jafnt á milli þeirra. Mest fengu þeir við Lambhagann en nokkra fiska fengu þeir líka við klappirnar norður af Lambhaganum, þar af eina 7 punda bleikju. Töluvert líf færist í vatnið þegar skyggja tekur og því ekki úr vegi að hvetja menn til að nýta þá fáu daga sem eftir eru af veiðitímabilinu í vatninu til að stunda kvöldveiðina. Og annað sem Jón vildi koma á framfæri er að minna menn á að vera með hausljós, því það er orðið ansi dimmt á kvöldin núna og í raun alveg furðulegt að ná fiski á flugu í kolniðamyrkri við vatnið.
Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði