Emmsjé Gauti mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. ágúst 2011 11:15 Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira