Emmsjé Gauti mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. ágúst 2011 11:15 Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira