Mikil bleikjuveiði í Hópinu Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2011 20:00 Þessa mynd fengum við með frétt úr Hópinu fyrr í sumar Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. En bónusinn í þessum veiðitúr var klárlega bleikjuveiðin í Hópinu. Hollið landaði yfir 70 bleikjum á fáum tímum og bleikjan var bókstaflega í torfum víða í vatninu. Mest var þetta 1-2 punda bleikja en nokkrar 4-5 punda voru þó í því sem tekið á land. Það má minnast á að fyrir þá sem eru Veiðikortið þá er Hópið inní því og þetta því góðar fréttir fyrir þá sem eiga kortið og vilja komast í góða bleikjuveiði fyrir norðan. Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði
Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. En bónusinn í þessum veiðitúr var klárlega bleikjuveiðin í Hópinu. Hollið landaði yfir 70 bleikjum á fáum tímum og bleikjan var bókstaflega í torfum víða í vatninu. Mest var þetta 1-2 punda bleikja en nokkrar 4-5 punda voru þó í því sem tekið á land. Það má minnast á að fyrir þá sem eru Veiðikortið þá er Hópið inní því og þetta því góðar fréttir fyrir þá sem eiga kortið og vilja komast í góða bleikjuveiði fyrir norðan.
Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði