Reiðir fuglar eru 140 milljarða virði 12. ágúst 2011 10:25 Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc. Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc.
Leikjavísir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira