Viðskipti erlent

Matvælaverð í heiminum sjaldan verið hærra

Heimsmarkaðsverð á matvælum er enn með því hæsta sem þekkst hefur. Matvælavísitala Alþjóða bankans hefur hækkað um 33% frá því á sama tíma í fyrra og er nú aftur orðin jafnhá og hún var í aðdraganda fjármálakreppunnar fyrir þremur árum síðan.

Robert Zoellick bankastjóri Alþjóða bankans segir að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Matvælabirgðir í heiminum séu í lágmarki þessa daganna þrátt fyrir góða kornuppskeru í Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu í sumar.

Ástandið muni koma harðast niður á þeim sem síst mega við því, það er fátæku fólki í þróunarríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×