Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru 16. ágúst 2011 09:01 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. Eins og kunnugt er af fréttum eru endurheimtur Seðlabanka Íslands vegna sölunnar á FIH bankanum í fullkominni óvissu eftir að hlutir í Pandóru hafa fallið um yfir 80% í verði frá áramótum. Þar af hröpuðu þeir um 65% á einum degi í síðasta mánuði. Þar er bæði um að ræða að bónusgreiðsla upp á allt að einum milljarði danskra kr. fyrir gott gengi Pandóru er fokin út um gluggann og að framtíð FIH bankans er óljós vegna mikils taps hans á Pandóru. Í fréttum danskra fjölmiðla í morgun kemur fram að Nordea átti óbeint 3,9% hlut í Pandóru og var meðal þeirra jákvæðustu í að mæla með hlutunum á sínum tíma í fyrra. Það var svo einnig Nordea sem Pandóra réð til þess að kynna markaðsskráninguna. Í tilkynningu frá Nordea kemur fram að bankinn muni taka ákvörðun fjármálaeftirlitsins til skoðunar en bendir á að óbeinn eignarhlutur bankans hafi verið hluti af skráningunni. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. Eins og kunnugt er af fréttum eru endurheimtur Seðlabanka Íslands vegna sölunnar á FIH bankanum í fullkominni óvissu eftir að hlutir í Pandóru hafa fallið um yfir 80% í verði frá áramótum. Þar af hröpuðu þeir um 65% á einum degi í síðasta mánuði. Þar er bæði um að ræða að bónusgreiðsla upp á allt að einum milljarði danskra kr. fyrir gott gengi Pandóru er fokin út um gluggann og að framtíð FIH bankans er óljós vegna mikils taps hans á Pandóru. Í fréttum danskra fjölmiðla í morgun kemur fram að Nordea átti óbeint 3,9% hlut í Pandóru og var meðal þeirra jákvæðustu í að mæla með hlutunum á sínum tíma í fyrra. Það var svo einnig Nordea sem Pandóra réð til þess að kynna markaðsskráninguna. Í tilkynningu frá Nordea kemur fram að bankinn muni taka ákvörðun fjármálaeftirlitsins til skoðunar en bendir á að óbeinn eignarhlutur bankans hafi verið hluti af skráningunni.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira