Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2011 19:03 Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð magnaðar nyrðra að því leitinu til að veiðimenn hafa þurft að notast við smærri flugur en oftast áður. Vegna þessa hafa veiðimenn lent í brasi með stærstu laxana sem ítrekað rétta upp önglana. Laxinn stóri í morgun er enn einn hængurinn af stærri gerðinni sem veiðist í sumar, þó ekki séu þeir jafn margir nú og í fyrra. Mjög stór hluti veiðinnar hafa verið hrygnur frá 14-18 pund, en hængurinn hefur ekki verið að gefa sig í veðurblíðunni undanfarið. Á myndinni má sjá laxinn sem var 105 cm og vigtaður 25 pund. Fékkst hann í Beygjunni ofan við Knútsstaðabæin, sem er annálaður stórlaxastaður. Tók hann Night Hawk einkrækju númer átta sem lax úr laxinum í háfnum. Veiðimaðurinn var erlendur. Þar er Björgvin Viðarsson leiðsögumaður frá Kraunastöðum sem hampar hér laxinum með sínum alkunna "Zoolander" svip. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði
Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð magnaðar nyrðra að því leitinu til að veiðimenn hafa þurft að notast við smærri flugur en oftast áður. Vegna þessa hafa veiðimenn lent í brasi með stærstu laxana sem ítrekað rétta upp önglana. Laxinn stóri í morgun er enn einn hængurinn af stærri gerðinni sem veiðist í sumar, þó ekki séu þeir jafn margir nú og í fyrra. Mjög stór hluti veiðinnar hafa verið hrygnur frá 14-18 pund, en hængurinn hefur ekki verið að gefa sig í veðurblíðunni undanfarið. Á myndinni má sjá laxinn sem var 105 cm og vigtaður 25 pund. Fékkst hann í Beygjunni ofan við Knútsstaðabæin, sem er annálaður stórlaxastaður. Tók hann Night Hawk einkrækju númer átta sem lax úr laxinum í háfnum. Veiðimaðurinn var erlendur. Þar er Björgvin Viðarsson leiðsögumaður frá Kraunastöðum sem hampar hér laxinum með sínum alkunna "Zoolander" svip. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Veiði