Veiðitölur úr Andakílsá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 09:32 Gunnar Bender með lax úr Andakílsá Mynd af www.svfr.is Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. Það heyrast raddir um rólega veiði í Andakilnum þetta sumarið. Það er alrangt því að eftir metveiðisumrin 2008 og 2009 hafa menn gleymt því hvernig Andakílsá er í raun. Veiðin þessi tvö sumur fór annars vegar yfir 700 laxa og hins vegar í 840 laxa voru í hæsta máta óeðlileg og í engum takt við raunverulega veiði í ánni. Því til staðfestingar má benda á að jafnvel þó svo að umrædd metár séu tekin inn í 35 ára meðaltalsveiði árinnar þá er meðalveiði ekki nema 191 lax á sumri. Ekki þarf að leita lengra en til ársins 2002 til að finna 92 laxa sumarveiði. Á hádegi í dag voru komnir 72 laxar úr Andakílsá. Holl sem var að ljúka veiðum fékk átta laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Eitthvað sem vanir Andakílsármenn eru fyllilega sáttir við. Veitt er í ánni fram til. Veiddir laxar á hádegi 1/8/2011 voru 72. Holl sem lauk veiðum í dag á hádegi fékk 8 laxa á 2 dögum. Veitt er í ánni út Septembermánuð og því ljóst að veiðin í sumar ætti að vera í góðu meðallagi ef allt gengur að óskum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Ástundun skilar árangri á Þingvöllum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði
Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. Það heyrast raddir um rólega veiði í Andakilnum þetta sumarið. Það er alrangt því að eftir metveiðisumrin 2008 og 2009 hafa menn gleymt því hvernig Andakílsá er í raun. Veiðin þessi tvö sumur fór annars vegar yfir 700 laxa og hins vegar í 840 laxa voru í hæsta máta óeðlileg og í engum takt við raunverulega veiði í ánni. Því til staðfestingar má benda á að jafnvel þó svo að umrædd metár séu tekin inn í 35 ára meðaltalsveiði árinnar þá er meðalveiði ekki nema 191 lax á sumri. Ekki þarf að leita lengra en til ársins 2002 til að finna 92 laxa sumarveiði. Á hádegi í dag voru komnir 72 laxar úr Andakílsá. Holl sem var að ljúka veiðum fékk átta laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Eitthvað sem vanir Andakílsármenn eru fyllilega sáttir við. Veitt er í ánni fram til. Veiddir laxar á hádegi 1/8/2011 voru 72. Holl sem lauk veiðum í dag á hádegi fékk 8 laxa á 2 dögum. Veitt er í ánni út Septembermánuð og því ljóst að veiðin í sumar ætti að vera í góðu meðallagi ef allt gengur að óskum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Ástundun skilar árangri á Þingvöllum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði