Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir víðast óstöðugir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að fundað verði um skuldamálin á næstu dögum. Mynd/ AFP.
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að fundað verði um skuldamálin á næstu dögum. Mynd/ AFP.
Það er ennþá óstöðugleiki á fjármálamörkuðum í heiminum, þrátt fyrir að nýjar tölur um atvinnuþátttöku/atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu betri en spáð var.

Markaðurinn beggja megin Atlantshafsins hefur verið óstöðugur upp á síðkastið vegna skuldavandræða á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum.

Fréttir af skárra atvinnuástandi í Bandaríkjunum urðu þó til þess að hlutabréfamarkaðurinn tók kipp uppá við þegar markaðir opnuðu í morgun og það smitaði út frá sér í Evrópu. FTSE vísitalan í Lundúnum og Dax vísitalan í Frakklandi lækkuðu þó um 2,7% í dagslok.

Silvio Berlusconi tilkynnti í dag að fulltrúar sjö helstu iðnríkja heims, svokölluð G7 ríki, myndu hittast á næstu dögum. Á fundinum verður rætt hvernig skal takast á við skuldakrísuna í Evrópu, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×