Viðskipti erlent

Markaðir hrynja

Hlutabréfverð hefur ekki verið lægra í tvö ár
Hlutabréfverð hefur ekki verið lægra í tvö ár Mynd/AFP
Hlutabréfverð í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í rúmlega tvö ár, eða síðan í desember 2008. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði Dow Jones-vísitalan lækkað 632 stig eða um 5,5 prósent.

Nasdaq-vísitalan lækkaði um tæplega 7 prósent, FTSE 100 um 3,4 prósent og Dax-vísitalan um 5 prósent.

Hlutabréfaverð í Evrópu hefur einnig ekki verið lægra í næstum því tvö ár en FTSEEurofiirst 20, samevrópska vísitalan, lækkaði um 3,4 prósent. Þá lækkaði þýska DAX vísitalan um 4,7 prósent, CAC vísitalan í Frakklandi um 4,2 prósent og hin breska FTSE100 um 3,4 prósent.

Mikil eftirvænting var fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir hádegi í dag að íslenskum tíma. Standard and Poors lækkuðu lándshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn eftir lokun markaða og því var óttast að viðbrögð fjárfesta við lækkuninni kæmu fram í dag, líkt og raunin varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×