50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 16:00 Það var mikill fiskur í Ægissíðufossi í morgun Mynd af www.lax-a.is Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði