Síðasta vika sú besta í sumar Frétt af Vötn og Veiði skrifar 22. júlí 2011 10:03 Mynd af www.votnogveidi.is Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942 Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði
Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942
Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði