Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2011 14:12 Hörður með 7 punda urriða úr Skeifunni Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði
Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði