Viðskipti erlent

Verkfall framundan í gullnámum Suður Afríku

Allar líkur eru á að um hundrað þúsund námumenn í gullnámum Suður Afríku hefji verkfall í dag.

Mikið ber í milli í samningaviðræðum þeirra við námueigendur sem hafa boðið þeim 7% launahækkun. Námumennirnir vilja fá 14% hækkun og telja það sanngjarnt í ljósi gífurlegra hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli að undanförnu.

Þá stefnir einnig í verkfall hjá þeim námumönnum sem vinna í hvítagullsnámum landsins en Suður Afríka flytur út um 40% af öllu gulli í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×