Viðskipti erlent

Rífandi gangur hjá Hamleys

Rífandi gangur er í sölunni hjá leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys í Bretlandi sem skilanefnd Landsbankans á að stórum hluta.

Salan hefur aukist um tæp 15% á fyrstu fjórum mánuðum yfirstandandi reikningsárs hjá keðjunni. Í frétt um málið í breskum fjölmiðlum segir að töfrar Harry Potters hafi náð til Hamleys en leikföng tengd nýjustu Hartry Potter myndinni eiga stóran hlut í söluaukningunni.

Í samtali við Financial Times segir Guðjón Reynisson forstjóri Hamleys að hina góðu söluaukningu megi einnig rekja til aukinna kaupa ferðamanna í verslunum keðjunnar. Fara þar fremstir ferðamenn frá Norðurlöndunum.

Guðjón segir að Hamleys sé nú í standi til að vinna nýja markaði á alþjóðavettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×