Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:02 Mynd af www.svak.is Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði