Svalbarðsá komin í 37 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:04 Agnes Viggósdóttir með fallegan lax úr Svalbarðsá Mynd af www.hreggnasi.is Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Nú bíða menn eftir fleiri fréttum af norðurlandi en lítið hefur frést annað en frábær veiði undanfarið í Selá. Minna fréttist af Hofsá. En það er vel þekkt að Hafralónsá, Sandá, Svalbarðsá, Jökla, svo að aðeins nokkrar ár frá þessum landshluta séu nefndar, eru yfirleitt seinni til en árnar fyrir sunnan. Og nú þegar talað er um að allt sé 1-2 vikum seinna á ferðinni er spurning hvenær fyrstu stóru göngurnar mæta í árnar fyrir norðan. Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði
Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Nú bíða menn eftir fleiri fréttum af norðurlandi en lítið hefur frést annað en frábær veiði undanfarið í Selá. Minna fréttist af Hofsá. En það er vel þekkt að Hafralónsá, Sandá, Svalbarðsá, Jökla, svo að aðeins nokkrar ár frá þessum landshluta séu nefndar, eru yfirleitt seinni til en árnar fyrir sunnan. Og nú þegar talað er um að allt sé 1-2 vikum seinna á ferðinni er spurning hvenær fyrstu stóru göngurnar mæta í árnar fyrir norðan.
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði