Viðskipti erlent

Olíuverðið heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka vegna óróans á fjármálamörkuðum Evrópu. Verðlækkunin í morgun er meiri en varð í gærdag.

Brentolían hefur lækkað um 2 dollara á tunnuna í morgun og stendur í 115 dollurum. Bandaríska léttolían er komin undir 94 dollara á tunnuna.

Í frétt á Reuters segir að niðursveiflan á olíumörkuðunum í dag og í gær sé einnig tilkomin vegna þess að opinberar tölur í Kína sýna að nokkuð hafi dregið úr olíuinnflutningi til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×