Viðskipti erlent

Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni

Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina.

Vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum Ítalíu og Spánar fara nú aftur lækkandi. Hjá Ítalíu eru þeir komnir í 5,7% eftir að hafa farið í rétt tæp 6% fyrr í morgun. Vextir hjá Spáni eru komnir niður í 6% eftir að hafa farið hæst í 6,27% í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×