Veiðisaga úr Hólsá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 09:20 Tommi með laxinn úr Hólsá Mynd af www.agn.is Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsin og skila þeim af sér hreinum til næstu manna. Gefum Tomma orðið: "Var við veiðar hjá ykkur á sunnudag í Hólsá í blíðskapar veðri með Erni vini mínum. Veiðin var ekkert spes en ég náði þó að setja í 4 laxa og landa tveimur þar af einum 10 punda hæng . Það merkilega var að ég sá lítinn fisk 2-3 pund liggja alveg við bakkann og var ég nú ekkert að spá í honum fyrr en rétt undir hádegi þegar enn var núll og ekkert að ské og "betri er litill fiskur en einginn fiskur", þannig að nú var kastað á tittinn.Laxinn tók kúluhaus númer #12Mynd af www.agn.isSé svo annan fisk við hliðina á þessum og er hann svipaður en mun ljósari og taldi ég að um sjóbleikju væri að ræða. Skipti ég þá um flugu, setti kúluhaus á og grennri taum og kastaði andstreymis. Eftir nokkur köst þegar að ég var alveg að gefast upp þá nelgdi hún kúluhausinn! En þetta var ekkert bleikja! þetta var 5 punda lax sem lá svona límdur við botnin og maður stóð þarna upp á þriggja metra háum bakkanum og hélt að þetta væri bara bleikju ræfill. Aldrei fengið lax í Rangá/Hólsá á kúluhaus númer 12" Kv, Tommi í Veiðiportinu Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is Stangveiði Mest lesið Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði
Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsin og skila þeim af sér hreinum til næstu manna. Gefum Tomma orðið: "Var við veiðar hjá ykkur á sunnudag í Hólsá í blíðskapar veðri með Erni vini mínum. Veiðin var ekkert spes en ég náði þó að setja í 4 laxa og landa tveimur þar af einum 10 punda hæng . Það merkilega var að ég sá lítinn fisk 2-3 pund liggja alveg við bakkann og var ég nú ekkert að spá í honum fyrr en rétt undir hádegi þegar enn var núll og ekkert að ské og "betri er litill fiskur en einginn fiskur", þannig að nú var kastað á tittinn.Laxinn tók kúluhaus númer #12Mynd af www.agn.isSé svo annan fisk við hliðina á þessum og er hann svipaður en mun ljósari og taldi ég að um sjóbleikju væri að ræða. Skipti ég þá um flugu, setti kúluhaus á og grennri taum og kastaði andstreymis. Eftir nokkur köst þegar að ég var alveg að gefast upp þá nelgdi hún kúluhausinn! En þetta var ekkert bleikja! þetta var 5 punda lax sem lá svona límdur við botnin og maður stóð þarna upp á þriggja metra háum bakkanum og hélt að þetta væri bara bleikju ræfill. Aldrei fengið lax í Rangá/Hólsá á kúluhaus númer 12" Kv, Tommi í Veiðiportinu Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is
Stangveiði Mest lesið Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði