Viðskipti erlent

Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans.

„Það sem hefur gerst í þessu veldi er forkastanlegt,“ segir Cameron. „Það verður að grípa inn í málið frá öllum hliðum og Murdoch getur gleymt yfirtökunni á meðan veldi hans er litað af þeim óhróðri sem það hefur skapað.“

Í dag er búist við að breska þingið samþykki tillögu sem felur í sér að Murdoch er hvattur til að draga yfirtökutilboð sitt í BSkyB til baka.

Murdoch á um 40% í BSkyB og hann hefur lengi reynt að festa kaup á hinum 60% í sjónvarpsrisanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×