Mjög gott í Straumunum og Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 14:58 Mynd af www.svfr.is Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir árnar í Borgarfirðinum, sér í lagi Norðurá þar sem að góð veiði hefur verið að undanförnu. Þar var holl fyrir skemmstu sem fékk 132 laxa og gáfu sex dagarnir nálega 240 laxa. Hollið sem nú er við veiðar er komið með rúmlega 90 laxa eftir tveggja daga veiði. Að sögn Jóns G Baldvinssonar lítur út fyrir að göngur séu einfaldlega seinna á ferðinni þetta árið. Sem dæmi þá kraumaði Stekkjarfljótið í morgun og var sett þar í ellefu laxa. Á þessum tíma í fyrra þá var botninn að detta úr göngunum og gekk lítið af fiski eftir 15. júlí. Nú eru göngur hins vegar að færast í aukana og stefnir í það að Norðurá rjúfi 1000 laxa múrinn á næstu tvo sólarhringa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði
Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir árnar í Borgarfirðinum, sér í lagi Norðurá þar sem að góð veiði hefur verið að undanförnu. Þar var holl fyrir skemmstu sem fékk 132 laxa og gáfu sex dagarnir nálega 240 laxa. Hollið sem nú er við veiðar er komið með rúmlega 90 laxa eftir tveggja daga veiði. Að sögn Jóns G Baldvinssonar lítur út fyrir að göngur séu einfaldlega seinna á ferðinni þetta árið. Sem dæmi þá kraumaði Stekkjarfljótið í morgun og var sett þar í ellefu laxa. Á þessum tíma í fyrra þá var botninn að detta úr göngunum og gekk lítið af fiski eftir 15. júlí. Nú eru göngur hins vegar að færast í aukana og stefnir í það að Norðurá rjúfi 1000 laxa múrinn á næstu tvo sólarhringa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði