Viðskipti erlent

Miklar sveiflur á olíuverðinu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast töluvert fram og til baka í vikunni, Í nótt og morgun hefur niðursveifla verið í gangi.

Verðið á Brent olíunni hefur lækkað töluvert síðasta sólarhring og stendur nú í 115,5 dollurum á tunnuna. Í gær fór verðið yfir 118 dollara á tunnuna.

Sömu sögu er að segja af bandarísku léttolíunni. Í morgun var hún í 95,5 dollurum á tunnuna en í gærdag fór verðið yfir 98 dollara.

Sveiflur þessar eru í samræmi við þann mikla óróa sem skapast hefur í kjölfar dýpkandi skuldakreppu á evrusvæðinu og þess að stóru matsfyrirtækin eru farin í alvöru að íhuga að lækka topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×